Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Kjass

    Áheyrilegar útsetningar af hefðbundnum íslensum sönglögum og amerískum djasslögum.

    Kjass er nýleg hljómsveit sem er tilvalin til þess að skapa fágað og afslappað andrúmsloft á allskonar samkomum eða jafnvel yfir fordrykk. Sveitin flytur áheyrilegar útsetningar af hefðbundnum íslensum sönglögum og amerískum djasslögum. Meðlimir sveitarinnar eru allt reyndir tónlistarmenn sem eru nýlega útskrifaðir eða við það að útskrifast úr tónlistarskóla FÍH. 

    Kjass er einnig spennandi og áhugaverður valkostur ef óskað er eftir að koma með sterkt, vandað og jafnvel þjóðlegt innslag á ýmis konar samkomur svo sem árshátíðir, ráðstefnur eða brúðkaup. 
    Kjass skipa þau:
    Fanney Kristjánsdóttir, söngur 
    Anna Gréta Sigurðardóttir, píanó 
    Mikael Máni Ásmundsson, gítar 
    Óskar Kjartansson, trommur 
    Birgir Steinn Theodorsson, bassi 
    Hægt er að panta hljómsveitina án söngs til að spila hefðubundna djasslög á sinn einstaka hátt.