Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Margrét Erla Maack

    magadansmær, Bollýwooddansari, plötusnúður, bara svona svo fátt eitt sé talið.

    Margréti Erlu Maack þekkja landsmenn eflaust en hún hefur birst landsmönnum á sjónvarpsskjánum í þáttum eins og Kastljósi og Gettu Betur en einnig hefur hún ferðast um landið með Sirkus Íslands. Margrét er fjölhæfur skemmtikraftur. Hún er ein besta magadansmær landsins, leiðir Bollywood danshóp sem kemur öllum í stuð og hentar það sérstaklega vel til að fá alla gesti út á gólf áður en hljómsveit eða plötusnúður setja ballið í gang.

     

    Margrét á líka nokkur burlesqueatriði uppi í erminni sem bæði skemmta og kitla hláturtaugarnar. Hún er frábær veislustjóri og tekur einnig að sér að sérsníða danstíma að alls kyns hópum. Hún hefur kennt bifvélavirkjum Bollywood, hestakonum magadans og þýska handboltalandsliðinu að dansa eins og Beyoncé. Hún skipar einnig plötusnúða- og karaoketeymið Hits & Tits með Ragnheiði Maísól Sturludóttur.