Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Látún og spil

    Rómantískur djass, sígild popplög og framúrstefnuleg raftónlist.
    Nína og Kristján eru skemmtilegt par með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu í faginu, hvort sem það er rómantískur djass, sígild popplög eða framúrstefnuleg raftónlist.
    Nína Salvarar er fædd 1986 og hefur áralanga reynslu af söng og hefur að auki tekið að sér textagerð fyrir landsþekkta tónlistarmenn. Hefur sex ára tónlistarnám að baki, og er útskrifuð af handrita- og leikstjórnarbraut Kvikmyndaskóla Íslands. Hún hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir tónlistarmenn. Nína er með sjarmerandi alt rödd og nýtur sín einstaklega vel í djassi, sálartónlist og klassísku poppi.
    Kristján Hrannar er fæddur 1987. Hann er menntaður djasspíanóleikari með fallega baritón rödd, og ástríðu og áhuga á raftónlist. Hann stundar nám við FÍH undir handleiðslu Agnars Más Magnússonar djasspíanóleikara. Kristján gaf út plötuna Anno 2013 hjá útgáfufyrirtækinu Dimmu. 
    Kristján var í hljómsveitinni 1860 um árabil og hefur verið undirleikari fjölmargra söngvara og tónlistarmanna, svo sem Ragga Bjarnasonar og Eddu Þórarins. Hann var einnig í hljómsveitinni Fjögur á palli sem var endurkoma hljómsveitarinnar Þrjú á palli. Hann hafði fram að því starfað í ótal böndum með fjölmörgum tónlistarmönnum.  
    Búnaður: 
    Geta komið með rafmagnsflygil eða harmóniku, eftir því sem hentar tilefninu.
    Geta útvegað hljóðkerfi gegn sanngjörnu verði.
    Kraftmiklar raddir sem geta sungið með eða án hljóðnema ef rýmið leyfir.
    Sérþekking: 
    Eru sérlega fær í að taka óskalög á staðnum. 
    Hafa æft óvenjulega breitt úrval íslenskra dægurlaga.
    Geta spilað vandaðan djass með og án söngs.
    Brot af ferlinum:
    Dimma uppskeruhátíð 2015
    Edrúhátíðin 2014
    Innslög á Rás 2 og Bylgjunni
    Útgáfutónleikar Anno 2013
    Stúdentakjallarinn 2013
    Kraum off Venue Airwaves 2013
    Ótal brúðkaup og stórafmæli
    Götusöngur (busking)