Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Viggó og Víóletta

    - söngleikjapar á heimsmælikvarða

    Hið gleðilega konunglega söngleikjapar, Viggó og Víóletta hafa troðið upp við hins ótrúlegustu tækifæri síðan á Gaypride 2008 og eru stanslaust í stuði. Þau hafa margoft troðið upp með kabarettkvöld á skemmtistaðnum Barböru og hafa píanista til taks, sé þess óskað. Þau nota söng, dans og að sjálfsögðu brosið og sína einstöku útgeislun til að ylja fólki um hjartarætur. Hörðustu naglar fyllast iðullega af gleði og byrja að syngja með, sérstaklega þegar ABBA syrpan hefst.

    Þau geta flest þessi tvö en hér á eftir fara nokkur dæmi:

    15-25 mín skemmtun þar er söngur, glens og dans. Þau eru með nokkur atriði, bæði rólegri söngatriði sem henta milli máltíða í veislum eða sem uppbort í partýjum. Svo luma þau á einni algerri hressleikabombu sem hentar vel til að koma fólki út á dansgólfið. Þar duna lög eins og Footloose, Greased lighting, Time Warp og að sjálfsögðu nokkur sígild Abbalög. Einnig eiga þau hressa diskósyrpu sem hefur glatt marga fótafima menn og konur.

    Veislustjórn - allt kvöldið. Þá stýrir parið gleðikvöldinu með mikilli fágun og tilheyrandi búningaskiptum. Þau taka þá eitt eða nokkur af atriðunum sínum og stjórna veislunni með glæsibrag. Undirbúningur á sér stað í vikunni fyrr þar sem þau fá að vita dagskrá og annað og þau bera svo kvöldið á herðum sér.