Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Gítardúettinn Góðir Hálsar

    Þægileg jazztónlist

    Góðir Hálsar spila þægilega Jazztónlist sem að hentar vel sem bakgrunnstónlist við ýmis tækifæri. Meðlimir Góðra Hálsa eru Þorkell Guðjónsson og Jón Ómar Árnason.

    Þorkell hefur leikið á gítar frá því að hann var 9 ára. Nú stundar hann nám í tónlistarskóla FÍH á framhaldsstigi. Hann hefur verið í nokkrum samspilshópum og komið fram á tónleikum tengdum því. Hann hefur mikið spilað á hvers konar samkomum, veislum og brúðkaupum með hinum og þessum skemmtikröftum.

    Jón hefur stundað nám við Tónlistarskóla FÍH og er með BA gráðu í tónlist frá Leeds college of music í Bretlandi.