Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Hrynjandi

    Kvartett

    Vorið 2010 hafði Addi samband við 3 félaga og viðraði þá hugmynd að syngja saman án undirleiks. Þeir tóku vel í það og var sumarið notað í að sanka að sér lögum og móta hugmyndir. Að hausti fóru æfingar svo af stað og gengu þær framar vonum.

    Strákarnir hafa allir töluverða reynslu af tónlist.

    Ívar er 27 ára, úrskrifaður trompetleikari úr FÍH og hefur spilað með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Til dæmis Stórsveit Reykjavíkur, BigBand-i Samma og Auto Reverse.

    Ragnar er 29 ára söngvari og sjálflærður gítar- og píanóleikari. Hann hefur bæði verið í söng og gítarnámi í FÍH. Núna er Ragnar í tveimur hljómsveitum; Ask the slave sem aðal söngvari og Árstíðum, þar sem hann syngur og spilar á gítar. Einnig hefur Ragnar mikla reynslu af því að trúbadorast.

    Addi er 29 ára, í söngnámi í Tónlistarskóla Fíh og hefur undanfarin ár verið að feta sig út á tónlistarbrautina með söng í brúðkaupum, afmælum og því að trúbadorast með bæði Ragnari og öðrum.

    Hannes er 28 ára með þó nokkra reynslu af bæði tónlist og dansi og var um tíma nemandi í Tónlistarskóla FÍH.

    Allir eiga þeir það sameiginlegt að elska tónlist og ætti það að sjást á þeim þegar þeir syngja enda með mikinn tónlistarlegan metnað.