Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Heiða Ólafsdóttir

    Heiða syngur alla stíla, hressa tónlist, ballöður og allt þar á milli - bara það sem hentar tilefninu hverju sinni

    Heiða hefur starfað sem söngkona síðan hún lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit árið 2005 og syngur við hvers kyns tilefni. Heiða útskrifaðist svo sem leikkona frá Circle In The Square Theater School í New York sumarið 2009. Áður en hún hóf nám í leiklist hafði hún verið í tónlistarskóla í mörg ár og einnig lært söng í Söngskólanum í Reykjavík og lokið eins árs masterclass frá Complete Vocal Institute í Danmörku.

    Heiða tekur að sér að syngja við hvers kyns tilefni, hvort sem það er brúðkaup, afmælisveisla, fyrirtækjagleði, árshátíð eða bara hvaðeina. Hún syngur alla stíla, hressa tónlist og ballöður og allt þar á milli, það er, hvað sem hentar tilefninu. Hún kemur bæði fram með playback og svo getur hún ráðið undirleikara með sér.