Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Allir elska vinnustašagrķnarann

  Fyrirlesturinn snżst aš mestu um starfsanda og hversu miklu hann getur breytt ķ fyrirtęki

  Allir elska vinnustaðagrínarann er fyrirlestur/uppistand sem er fyrst og fremst hugsað fyrir stærri fyrirtæki og getur verið sjálfstæður viðburður eða hluti af starfsmannadegi eða einhverju þessháttar.

  Fyrirlesturinn er að hluta til byggður á bókinni: Handbók hrekkjalómsins sem kom út fyrir jólin og fékk afbragðsviðtökur.

  Inntakið er hvaða reglur gilda um hrekki á vinnustað. Hversu langt má ganga og hvað er algjörlega bannað? Hvern má hrekkja og hvern alls ekki? Hvernig á að bregðast við ef hrekkur fer úr böndunum og hversu lengi er hægt að láta góðan hrekk ganga? Með fylgja sögur og myndir af vel heppnuðum vinnstaðahrekkjum og nokkrum sem hafa farið úr böndunum.

  Fyrirlesturinn snýst þó að mestu um starfsanda og hversu miklu hann getur breytt í fyrirtæki. Góður starfsandi og húmor í vinnunni eykur framleiðni, fækkar veikindadögum, eykur sköpunargáfu og gerir það að verkum að vinnan verður skemmtilegri. 

  Fyrirlesturinn er 15-25 mínútur og er bestur ef hægt er að nota myndir og myndbönd.