Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Margrét harmonikkuleikari

  spilar oft śt fyrir kassann

  Ég heiti Margrét og ég er harmonikkuleikari. Ég hef mundað gripinn lengi og spila mikla breidd af lögum. Íslensk og erlend dægurlög og er sérstaklega hrifin af þeim frönskum. Ég spila jafnvel popptónlist ef þannig liggur á mér, í raun finnst mér skemmtilegast að spila "út fyrir rammann" af því sem fólk býst við af hljóðfærinu. 

  Markhópurinn er risastór, og ég get næstum fullyrt að ég geti höfðað til allra aldurshópa. Vinsældirnar eru til dæmis sívaxandi hjá yngri kynslóðinni og mín "nýstárlega" nálgun á hljóðfærið hefur opnað mörg augun fyrir harmonikkunni.

  Verkefnin mín eru dúndurmörg en byrjum á að fókusera á þorablótin og árshátíðirnar

  Harmonikkan hentar mjög vel í allskonar dinner, hvort sem um fordrykk eða við borðhaldið sjálft. Ef um stærri veislur er að ræða hef ég oft bætt við mig hljóðfæraleikurum, sérstaklega erum við Birkir Blær saxófónleikari skemmtilegur dúett.

  Ég þekki þorrablótin einnig vel og hef haldið uppi uþb 80 manna þorrablótum með hljómsveit sem stendur saman af harmonikku, saxófóni og trommum. Við erum feykiskemmtieg og höldum uppi dúndrandi þjóðlegu dansgólfi ef þannig liggur við. Svo er lítið mál að bæta við hljóðfæraleikurum ef um er að ræða stærri blót. 

  Þetta er það sem ég get gert, svona meðal annars.