Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Žröstur Siguršsson

  Žresti er margt til lista lagt

  Þröstur getur gert alls konar og bregður sér í alls konar hlutverk, til dæmis:


  Croonerinn: Þröstur tekur á móti gestum í gamaldags Frank Sinatra, Dean Martin stemmingu og syngur jazz-standarda með fallegri afslappaðri baritónröddu sama hvort það er með playbacki eða lifandi hljóðfæraleik.

  Veislustjórinn: Stýrir veislum með gríni og glensi, fær salinn með sér, notar leiki og tónlist og oftar en ekki leynist leynigestur með í pakkanum.

  Plötusnúðurinn: Þröstur spilar aðallega old school soul-tónlist og klassískt diskó, er mjög góður að búa til ,,feelgood" stemmingu, grípur þó líka í hefðbundin partýlög og les salinn vel.

  Pub-quiz spurningahöfundurinn: Þröstur hefur samið aragrúa spurninga og haldið keppnir fyrir ótal fyrirtæki með mjög góðum árangri. Þröstur aðlagar spurningarnar að þeim hópi sem um ræðir, gerir alls konar þemu, notar tónlist, myndskeið og fleira til að gera spurningkeppnina sem skemmtilegasta og allt er gert á léttum nótum.