Kra­ak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Svavar Kn˙tur

  - s÷ngvaskßld me­ sÚrst÷­u

  Svavar Knútur söngvaskáld hefur fjölbreyttan stíl. Allt frá stuttum og einlægum tónleikum upp í kvöldlöng sprell, þar sem listamaðurinn leikur á alls oddi með gríni og glensi í bland við alvarlegri söngva. Svavar Knútur blandar jafnan sagnalist við tónlistina sína og eru tónleikar hans oft fullir af skemmtilegum frásögnum og stundum misviðeigandi. Hann hefur líka haldið sérstaklega fallega tónleika í kirkjum og samkomuhúsum landsins, þar sem hlýjan og jákvæðnin svífa yfir vötnum og gestir svífa út á rósrauðu skýi kærleika og gleði.

  Atriði Svavars geta verið allt frá tíu mínútum upp í þrjá til fjóra klukkutíma af ólgandi hressileika og sníður hann uppákomuna að þörfum hverju sinni.