Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Bakaraatriðið

    - Leikhópurinn Lotta

    Allir kannast við Hérastubb bakara sem býr í Hálsaskógi. Í þessu atriði ætlar hann að kenna Bakaradrengnum að baka piparkökur. Því miður gengur það ekki betur en svo að Bakaradrengurinn klúðrar bakstrinum þegar hann setur kíló af pipar í uppskrift sem einungis átti að innihalda eina teskeið af pipar. Hérastubbur reiðist Bakaradrengnum og sendir hann fram í búðina til að selja brauð. En þá dregur nú aldeilis til tíðinda. Sjálfur Mikki refur sést á gangi á leiðinni að bakaríinu. Hérarnir leggja á ráðin og ákveða að nýta sér óætu kökurnar til að villa um fyrir Mikka.

    Skemmst er frá því að segja að hérarnir klekkja að sjálfsögðu á vonda refnum sem huggðist ræna þá félaga.

    Atriðið er þrælfjörugt og inniheldur meðal annars Piparkökusönginn!