Kra­ak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Ísp og Írn

  dinnertˇnlist - br˙­kaup - afmŠli - jar­arfarir

  Ösp og Örn Kristjánsbörn eru frá Tjörn í Svarfaðardal. Þau mynda gullfallegan dúett sem hentar vel í hvers kyns samkvæmi.

  Örn og Ösp eiga langan lista af lögum sem hægt er að velja úr og hafa örugglega eitthvað í pokahorninu sem hentar við þitt tækifæri. Þá æfa þau einnig sérstaklega upp lög að þinni ósk til dæmis fyrir brúðkaup eða jarðarfarir.

  Þau eiga einnig lengri dagskrár sem henta til dæmis afskaplega vel yfir mat eða fordrykk. Má þar nefna jazz/þjóðlagadagskrá þar sem viðfangsefnið er gamall jazz í anda Ellu Fitzgerald, og íslenska sem og enska/skandinavíska þjóðlagatónlist.

  Hér fara saman vandaður flutningur og úthugsað lagaval.