
Veislustjórn
Þessa gáfuðu konu þarf vart að kynna enda hefur hún verið tíður gestur á skjám landsmanna í tæpan áratug. Fyndin og frökk en á sama tíma vandvirk, kurteis og tillitsöm. Ef þú færð Ragnhildi til að stjórna veislunni mun ekkert fara úrskeiðis. Hvað er eitt kvöld í góðra vina hópi á við beina útsendingu daglega í sjónvarpi allra landsmanna?