
Ljótu hálfvitunum er margt til lista lagt. Þeir geta veislustýrt, séð um styttri skemmtiatriði, spilað tónleika af öllum stærðum og gerðum eða hreinlega allt þetta í einu. Þannig er vinsælt að láta þá sjá um samkomuna frá a til ö, veislustjórn, fjöldasöng, skemmtiatriði og allt sem fylgir.
Þrátt fyrir að vera fyrst og fremst hljómsveit er gríðarlega stutt í grínið hjá þeim félögum og fullvíst er að fleira fylgir í pakkanum en hefðbundir tónleikar.
Ljótu hálfvitarnir spila hressa, þjóðlagaskotna tónlist með áherslu á smellna texta. Eitt af aðalsmerkjum bandins er hljóðfæraskipan því þeir nota öll möguleg og ómöguleg hljóðfæri og sjaldgæft er að sami maður spili á sama hljóðfærið tvö lög í röð. Þannig gengur oft ýmislegt á á tónleikum þegar 9 menn, sumir hverjir feitir, þurfa að skipta um hljóðfæri eftir hvert lag.
Skemmtan sem engan svíkur.