Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Algjör Sveppi og Villi

  ótrślega skemmtilegir

  Síðustu tvo vetur hefur Sveppa sannarlega tekist að vinna hug og hjörtu yngstu áhorfenda Stöðvar 2.

  Alla laugardags- og sunnudagsmorgna hefur hann boðið hressa krakka velkomna inn í herbergið til sín sem er eitt stórt ævintýri út af fyrir sig. Sveppi er líka uppátektarsamur drengur með afbrigðum og kann heldur betur að nota ímyndunaraflið þegar hann leikur sér hvort sem hann er einn eða með vini sínum Villa vitringi.

  Saman eru þeir líka mjög forvitnir og fróðleiksfúsir og alltaf til í að bregða á leik, bæði sér og öðrum til skemmtunar. Ekki skemmir heldur sönggleði þeirra fyrir en Villi, sem kann svo margt fyrir sér, er líka góður gítarleikari og saman semja þeir vinirnir ótrúlega skemmtileg lög sem börn eiga auðvelt með að læra og syngja með.