Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Andrea og Steini

  Barnastjörnur? Ekki lįta śtlitiš blekkja ykkur.
  Andrea og Steini eru best þekkt sem barnastjörnur enda leika þau bæði í fjölda barnaleikrita á hverju ári og eru meðal annars í Leikhópnum Lottu. En ekki láta það gabba ykkur! Þau eru ótrúlega góð í að skemmta ungum sem öldnum og kunna svo sannarlega að halda uppi fullorðinsfjöri. Þau hafa mikla reynslu af því að veislustýra árshátíðum, afmælum, þorrablótum og jólahlaðborðum, bæði stórum og smáum.
  Þau vinna hverja veislu fyrir sig, út frá óskum viðskiptavinarins, aðlaga sig að þemanu og búa til sérhönnuð skemmtiatriði sem henta hverju sinni. Sem veislustjórar taka þau mikinn þátt í veislunni, koma niður á gólfið og eru jafnvel með óvæntar uppákomur hér og þar yfir kvöldið.