Kraðak

Verkefni

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Hljómsveitin Eva

    "framkoma þeirra og tónsmíðar er bæði tónleikar og uppistand í senn"
    Hljómsveitin Eva er popphljómsveit sem spilar kántrískotið feminískt pönk með þýðum og þjóðlegum undirtóni. Hljómsveitin samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur og kom fyrsta plata sveitarinnar, Nóg til frammi, út um síðustu jól. Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áhorfendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun. Margir áhorfendur jafnvel talað um það að framkoma þeirra og tónsmíðar séu bæði tónleikar og uppistand í senn. 
    Hljómsveitin Eva hefur komið fram í saumaklúbbum, útihátíðum, brúðkaupum, jarðarförum, gæsapartýum, afmælum, lögfræðiráðstefnum, árshátíðum og fleira. Má því segja að Hljómsveitin Eva geti hentað við hvers kyns tilefni.