Kra­ak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Hildur KristÝn

  s÷ngkona me­ grÝ­arlega tˇnleikareynslu
  Hildur Kristín er söngkona, lagahöfundur og textasmiður úr Reykjavík. Hún hefur sungið um árabil með hljómsveit sinni Rökkurró og tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015 þar sem hún flutti lag sitt Fjaðrir, í úrslitum keppninnar, með hljómsveitinni Sunday.
  Hildur hefur gríðarlega tónleikareynslu og hefur farið á fjölmörg tónleikaferðalög um Evrópu með hljómsveit sinni og kom einnig mikið fram í Japan þegar hún bjó þar. Má þar nefna þegar hún flutti íslenska þjóðsönginn fyrir landsleik Íslendinga og Japana árið 2011 á einum stærsta fótboltaleikvangi Japans.
  Hildur Kristín tekur að sér söngverkefni af öllu tagi, hvort sem það er við brúðkaup, veislur, árshátíðir eða aðrar uppákomur og getur sungið alla stíla af tónlist, þá sem passa best við samkomuna. 
  Hún kemur oftast fram með píanóleikara en getur líka komið fram ein með playbacki eða jafnvel ráðið með sér stærra band sé þess óskað.