Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Ellż og Lilja

  óvęntar uppįkomur, framtķšarspį og grķn sem kitlar hlįturtaugarnar
  Ellý Ármanns og Lilja Katrín hafa unnið saman um áraraðir og þekkja hvora aðra eins og handarbökin á sér. En þær þekkja líka annan hvern mann á Íslandi eftir að hafa staðið vaktina á helstu dægurmálamiðlum landsins síðustu ár og eru í daglegu tali betur þekktar sem dægurmáladrottningarnar.
  Ellý og Lilja laga sig að þörfum viðskiptavina sinna en bjóða líka upp á óvænt atriði sem kitla hláturtaugarnar og gera veisluna aðeins skemmtilegri. Svo tekur Ellý auðvitað upp spáspilin og les í framtíðina og Lilja leggur henni lið með allskyns óþarfa fróðleik um stjörnumerkin og himintunglin.
  Svo er auðvitað nóg af gríni - það segir sig sjálft þegar þessar tvær kjarnakonur koma saman. Þannig ef að þú ert með rísandi tungl í skemmtilegheitum og þráir hressa kvöldstund þá eru Ellý og Lilja konurnar fyrir ykkur.