Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Varsjįrbandalagiš

  - Boris Kassaviskķj

  Hljómsveitin Varsjárbandalagið heldur uppi rífandi austur-Evrópustuði hvar sem hún kemur. Á efnisskránni eru gyðingatónlist og balkanmúsík ásamt slangri af íslensku efni og eigin tónsmíðum í austantjalds-anda.

  Hljómsveitin var stofnuð í febrúar 2009 vegna leiksýningarinnar Orbis Terrae -ORA á Listahátíð 2009. Síðan þá hefur Varsjárbandalagið haldið reglulega tónleika, leikið í einkasamkvæmum og haldið dansleiki, m.a. á Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2010 þar sem viðstaddir spændu upp dansgólfið.

  Sveitarmeðlimir eru stemningsfólk og klæða sig upp í takt við tónlistina.

   

  Hljómsveitina skipa:

  Magnús Pálsson – Klarinett og söngur

  Karl J. Pestka – Fiðla og söngur

  Sigríður Ásta Árnadóttir – Harmonikka og söngur

  Jón Torfi Arason – Trompet, Gítar og söngur

  Steingrímur Guðmundsson – Trommur og slagverk

  Hallur Guðmundsson – Bassi og söngur