Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Jana Marķa

  söng- og leikkona

  Jana María lauk BA prófi í leiklist frá Royal Scottish Academy of Music and Drama vorið 2009. Þegar hún kom heim fékk hún fastráðningu við Leikfélag Akureyrar og hefur þar meðal annars farið með hlutverk Lilju í samnefndu verki, hlutverk Signýjar í Lyklinum að jólunum og hlutverk Janet í Rocky Horror.

  Jana hefur einnig lokið burtfararprófi í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík.

  Undanfarið hefur Jana verið að vinna með verkefni sem hún kallar Sögulegir söngfuglar. Um er að ræða tónleikaröð sem er tileinkuð íslensku dægurlagasöngkonunum Ellý Vilhjálms, Helenu Eyjólfsdóttur og Ingibjörgu Þorbergs. Sögur af ævi og störfum söngkvennanna fléttast inn í flutning á lögum þeirra.

  Hægt er að fá Jönu í heimsókn til að flytja fyrir ykkur hluta af dagskrá Sögulegra söngfugla. Hugljúf og ljúf stemning í bland við töfrandi tóna.