Krašak

Verkefni

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • Beatur

  Skemmtikraftur - Plötusnśšur - Söngvari - Taktkjaftur

  Beatur er afburða skemmtikraftur, plötusnúður, söngvari og taktkjaftur.

  Veislustjórn: Beatur tekur að sér veislustjórn við stærri jafnt sem smærri skemmtanir og setur saman skemmtiatriði sem henta fyrir hvers kyns viðburði. Hann er með húmorinn í lagi og ekki skemmir fyrir að hann er eins og eins manns hljómsveit. Hann hefur meðal annars kynnt söngkeppni framhaldsskólanna, Árshátíð unga fólksins hjá Kaupvangi, 100ára afmæli Hafnarfjarðar, 100ára afmæli Fram, Árshátíðir hjá ýmsum stórfyrirtækjum og var aðstoðarkynnir á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

  Plötusnúður: Dj Beatur hefur þeytt skífum á öllum helstu skemmtistöðum bæjarins sem og í einkasamkvæmum. Hann spilar allt milli himins og jarðar og setur saman réttu blönduna fyrir partýið þitt.

  Tónlistarmaður: Beatur er núverandi Íslandsmeistari í taktkjafti og er eins og eins manns hljómsveit. Hann líkir eftir hinum ýmsustu hljóðfærum með munninum einum saman. Með hjálp töfragræjunnar sinnar getur hann svo látið þetta hljóma saman eins og fullskipaða hljómsveit eða kór og tekur þig með i ritmískt harmóníu ferðalag