
Buffið er 15 ára gömul hljómsveit með mikla reynslu í ballbransanum.
Buffið hefur starfað með öllum helstu söngvurum og tónlistarmönnum landsins, unnið í sjónvarpi og leikið í nánast öllum sveitarfélugum landsins. Buffið hefur um árabil verið ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og tekur að sér að spila fyrir dansi við öll tækifæri.
Buffið hefur gefið frá sér 4 plötur og átt fjölmörg lög á vinsældarlistum.