
Sunnyside Road er íslensk hljómsveit en meðlimir hennar koma úr ólíkum áttum hvaðanæva úr listaheiminum. Sunnyside Road semur og spilar sína eigin tónlist sem flokkast undir bjarta og hressa þjóðlagapopptónlist og eru textar þeirra bæði á íslensku og ensku.
Sunnyside Road tekur að sér að spila við hverskyns tilefni, hvort sem það er brúðkaup, árshátíð, kvöldvaka eða önnur gleði.
Einnig hefur hljómsveitin tilbúið 60 mínútna barnaprógram sem hentar vel við hvers kyns barnaskemmtanir, en í því eru fjöldin allur af vinsælum barna og leikhúslögum sem allir ættu að kannast við og börnin fá að taka þátt í. Söngkonurnar tvær eru menntaðar leikkonur og hafa starfað mikið við barnaleikhús og eru því ýmsu vanar í barnaskemmtunum af öllu tagi.
Hljómsveitin hefur komið víða fram við góðar móttökur og tvisvar hreppt viðurkenningu fyrir besta lagið, annarsvegar í lagakeppni Hljóms 2012 og í Neil Young coverlagakeppni Rásar tvö 2014.
Sunnyside Road skipa 6 manns:
Aldís Davíðsdóttir - söngur
Eggert Hilmarsson - kontrabassi, gítar, raddir
Guðmundur Stefán Þorvaldsson - gítar, raddir
Jóhann Friðriksson - trommur
Rósa Ásgeirsdóttir - söngur, hljómborð, klukkuspil
Sigrún Harðardóttir - fiðla
Hér má hlusta á fyrsta lag þeirra sem kom út á vormánuðum 2014