
Alda Dís Arnardóttir er ung söngkona, laga- og textasmiður. Hún skaust upp í stjörnuhiminninn þegar hún sigraði keppnina Ísland got talent í apríl 2015 og hefur starfað sem söngkona síðan. Alda stundar nám við Listaháskóla Íslands en áður en hún hóf nám þar hafði hún lokið grunnprófi á píanó og í klassískum söng við Söngskólann í Reykjavík.
Alda Dís getur annað hvort komið fram ein með playback-i, ráðið undirleikara með sér eða jafnvel hljómsveit. Hún flytur frumsamda tónlist en syngur líka ábreiður og alla stíla. Alda tekur að sér að koma fram við öll tilefni og á hvers konar samkomum. Brúðkaup, fyrirtækjagleði, jarðarfarir, afmæli, árshátíðir, sveitaböll og svo framvegis.