
Ísgerður Gunnarsdóttir er landsmönnum vel kunnug og er framarlega í flokki yngri leikkvenna landsins. Hún hefur gríðarlega reynslu af barnaskemmtunum og lék meðal annars tvo vetur í Stundinni okkar.
Í því atriði sem hér um ræðir syngur hún lög af barnaplötunni Bara plata. Atriðið er um það bil 20-30 mínutur að lengd og börnin fá að taka virkan þátt í skemmtuninni og læra jafnvel dans við lögin.
Persónuleg og hlýleg upplifun fyrir börnin.